Lf-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Hafnarbraut 40, Neskaupstað.Þægileg og snyrtileg endaíbúð að vestanverðu á efri hæð í nýlega byggðu 8 íbúða húsi.
2 svefnherbergi eru í íbúðinni og gott alrými með góðri eldhúsinnréttingu.
Úr alrýminu eru dyr út á svalir sem liggja meðfram endilangri íbúðinni og eru með góðri svalalokun.
Fallegt sjávarútsýni er frá íbúðinni.
Baðherbergið er rúmgott og flísalagt, bæði veggir og gólf. Þvottaaðstaða er á baðherberginu.
Flísar eru á gólfi á forstofu en parket á öðrum gólfum.
Íbúðinni fylgir sér geymsla og rúmgóður bílskúr.
Malbikað bílaplan.