LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Bakkastígur 11, Eskifirði.Vel viðhaldið og talsvert endurnýjað einbýlishús á flottum útsýnisstað miðsvæðis á Eskifirði.
Bílskúr er sambyggður húsinu og stórt malbikað bílaplan framan við og til hliðar við bílskúrinn.
Á aðalhæð hússins eru 3 svefnherbergi með skápum, stofa, hol sem einnig nýtist sem borðstofa, eldhús með góðri innréttingu, baðherbergi, geymsla/búr forstofa og þvottahús sem er einnig notað sem forstofa.
Á neðri hæð hefur nýlega verið innréttað svefnherbergi og gott baðherbergi. Ekki er innangengt milli hæða.
Tvískiptur góður sólpallur er sunnan við húsið.
Hitaveita er í húsinu.
Húsið stendur á eignarlóð.
Góður leikvöllur í eigu sveitarfélagsins er neðan við húsið.