Melagata 5 með bílskúr , 740 Neskaupstaður
42.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
157 m2
42.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1950
Brunabótamat
72.900.000
Fasteignamat
44.850.000

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Melagata 5, Neskaupstað.
123,3 fermetra, 4ra herbergja einbýlishús ásamt góðum 34,4 fermetra bílskúr handan götunnar.
Íbúðarhúsið hefur verið klætt að utan og gluggar endurnýjaðir fyrir einhverjum árum.
Miðstöðvarlagnir eru nýlegar.
Að norðanverðu eru 2 inngangar, annarsvegar í forstofu og hinsvegar inn í rúmgott þvottahús þar sem hitatúpa er staðsett.
Úr þvottahúsinu er lúga upp í geymsluloft.
Úr forstofu er komið inn á gang/hol. 2 rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu, annað þeirra er með dyrum út í garðinn en hátt er niður og tröppur eru ekki til staðar. Stofan er rúmgóð, löng og mjó, var áður 2 herbergi og auðvelt að skipta rýminu aftur.
Lítið herbergi er við hlið baðherbergisins og væri upplagt að bæta því við baðherbergið en einnig getur það nýst sem vinnuherbergi.
Baðherbergið er snyrtilegt með flísum á veggjum, þar er sturtuklefi.
Eldhúsið er rúmgott með neðri skápum frá 6. áratugnum en engum efri skápum.
Inn úr eldhúsinu er lítð búr. 
Núverandi eigendur hafa gert ýmsar endurbætur á húsinu, m.a. endurnýjað þakið.
Sig varð í gólfum hússins fyrir nokkrum árum en þau hafa verið rétt af og er nýlegt partket á stofu og herbergjum. Eldra parket er á holinu.
Gólf í eldhúsi er flísalagt og merkja má halla í því gólfi.
Gróinn og barnvænn garður er neðan við húsið.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.