LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Leynimelur 11, Stöðvarfirði.Parhúsíbúð á 2 hæðum.
Íbúðin hefur verið tekin mikið í gegn að innan.
Gengið er inn á efri hæð hússins. Þar er rúmgóð forstofa og snyrting þar til hliðar.
Á hæðinni er einnig góð stofa og svalir út af henni. Snyrtilegt eldhús og lítið herbergi.
Ágætur teppalagður stigi liggur niður á neðri hæðina þar er langur gangur með dyrum út í garðinn.
Niðri eru 2 góð svefnherbergi, bæði með skápum og annað með dyrum út á sólpall.
Niðri er gott baðherbergi, geymsla og þvottahús.
Kominn er tími á málningu utanhúss og einhverjar múrviðgerðir.
Kominn er tími á ýmsar endurbætur á húsinu að utan.