Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Miðdalur 5, Eskifirði. 5 herb., 181,5 fm, raðhús ásamt bílskúr við Miðdal í Fjarðabyggð
Íbúð er skráð 144,5 fm og bílskúr 37,0 fm, alls 181,5 fm.
Lýsing eignar:
Flísalagt anddyri með skáp.
Eldhús, með góðri innréttingu, borðkrókur.
Stofa með útgengi á hellulagða stétt sunnan við hús.
Fjögur herbergi, með skápum.
Baðherbergi, flísalagt, baðkar með sturtu, sturta, innrétting, vifta tengd ljósarofa, handklæðaofn.
Þvottahús innan íbúðar.
Bílskúrinn er fullfrágenginn, staðsettur í 6 bílskúra lengju á lóðinni.
Milliloft hefur verið sett í bílskúrinn.
Afstúkuð geymsla innst í bílskúr.
Gólfefn í íbúði: Parket og flísar.
Rúmgott bílastæði er við húsið.
Hverfið er vinsælt og barnvænt.
Hluti innbús og heimilistækja getur fylgjt samkvæmt nánara samkomulagi.
Vel rekið húsfélag er um raðhúsalengjuna og viðhaldi hefur verið vel sinnt.