LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Hamarsgata 14, Fáskrúðsfirði.
Heitur pottur og flaggstöng fylgja með við sölu.Nokkuð stórt einbýlishús með 6-7 herbergjum.
Gengið er inn á aðalhæð hússins í götuhæð. Komið er inn í litla forstofu og á vinstri hönd er lítil geymsla/búr.
Úr forstofunni er komið í ágætt hol með góðum skáp.
4 góð svefnherbergi eru á hæðinni og rúmgóð stofa með 2 gluggum og fallegu útsýni.
Baðherbergið er flísalagt og með sturtu.
Eldhúsið er með upprunalegri innréttingu og gaseldavél.
Þröngur stigi liggur niður á neðri hæðina sem er skráð sem kjallari. Þar er gott svefnherbegi og stórt óinnréttað herbegi.
L-laga gangur með góðum geymsluhillum og þvottahús með sturtuaðstöðu.
Af ganginum er hurð út á stóran sólpall með skjólveggjum.
Frá garðinum liggja fallegar tröppur upp að götu.
Bílastæði er austan við húsið.
Húsið stendur á fallegum útsýnisstað rétt ofan við franska spítalann og fleiri gömul uppgerð hús.
Einangrun hefur verið sett ofan á loftplötuna.