LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Skólavegur 90A, Fáskrúðsfirði. Um er að ræða rúmgott og þægilegt einbýlishús á einni hæð.
Mjög stór bílskúr er sambyggður húsinu.
Aðgengi að eigninni er ágætt.
Skjólsæll og sólríkur sólpallur og gróinn garður er við húsið.
Húsið hefur verið talsvert endurnýjað á undanförnum mánuðum.
Nýtt baðherbergi með góðri sturtu, ný gestasnyrting, nýtt þvottahús og nýtt búr.
Margt í rafmagni hefur verið endurnýjað og eru allir ofnar nýir og olíufylltir, dósir og tenglar er nýtt ásamt fleiru í rafmagni.
Led ljós eru komin í mest allt húsið.
Dren og frárennsli hefur verið endurnýjað og einnig vatnslagnir að miklu leiti.
Gler og gluggalistar hefur að miklu leiti verið endurnýjað.
í kjallara er hægt að hafa góða geymslu.
Íbúðarhúsið skiptist í forstofu og er snyrting til hliðar við forstofuna.
Ágætt eldhús með vandaðri eldri eikarinnréttingu og er gott og nýuppgert búr inn úr eldhúsinu.
Rúmgóður gangur.
Stór stofa með dyrum út á góðan sólpall.
4 svefnherbergi eru í húsinu samkvæmt teikningu en 2 hafa verið sameinuð en auðvelt að færa aftur í fyrra horf.
Eitt herbergi er mjög stórt og með miklu skápaplássi.
Baðherbergi er nýlega uppgert.
Nýuppgert þvottahús.
Um er að ræða þægilega og vel staðsetta eign og er gott útsýni frá húsinu.
Húsið er stutt frá grunnskóla, leikskóla og heilsugæslu.