Lf-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Strandgata 23, Eskifirði. Gamalt einbýlishús á fallegum stað.
Gengið er inn á miðhæð hússins. Dyraskýli er framan við útidyrnar.
Þaðan er komið í forstofu og gang. Af ganginum er gengið inn í eldhús og tvöfalda stofu og einnig á baðherbergið. Stigi er frá ganginum upp í rishæð þar sem eru 2 svefnherbergi og geymslur.
Úr annari stofunni er stigi niður á neðstu hæðina. Þar er frekar lágt til loft en þar eru herbergi annað með lítilli eldunaraðstöðu, rúmgott þvottahús og geymlur. Inngangur er í kjallarann.
Baðherbergi er í kjallaranum.
Húsið er kynt með hitaveitu.
Gróin lóð með trjágróðri tilheyrir húsinu. LÓÐIN ER EIGNARLÓÐ.