LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Melgerði 7, Reyðarfirði. 4ra herbergja íbúð á 7. hæð (EFSTU) í góðu fjölbýlishúsi miðsvæðis á Reyðarfirði.
3 rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, 2 með skápum.
Góðar svalir eru við stofu með flottu útsýni.
Eldhúsinnrétting er úr spónlagðri eik, góðir skápar eru í 2 herbergjum og anddyri.
Gólf baðherbergis og þvottahúss eru flísalögð en þvottahúsið er inn úr baðherberginu.
Önnur gólf eru með plastparketi.
Hjóla- og vagnageymsla og sér geymslur fyrir hverja íbúð eru á jarðhæð.
Íbúðin er í suð-vesturhorni hússins og með miklu útsýni. Svalirnar snúa í suður.