LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Túngata 2, Eskfirði.Um er að ræða snyrtilegt og vel viðhaldið einbýlishús með góðu aðgengi. Húsið hefur verið klætt að utan og drenað fyrir ofan það og steypt stétt.,
2 inngangar eru á íbúðarhæðina, annar inn í þvottahúsið.
Íbúðarhæðin skiptist í forstofu, forstofuherbergi þar sem áður var lúga niður í kjallarann, stofu, hol, eldhús með búri inn úr, baðherbergi, þvottahús með dyrum út og 3 misstór svefnherbergi.
Undir húsinu er ágætur kjallari sem hefur verið nýttur sem geymsla og vinnuherbergi.
Svalir eru við Suðurhlið hússins.
Lúga er upp í þakrýmið.
Nýlega hafa ýmsar endurbætur verið gerðar s.s.:
•Vatnslagnir endurnýjaðar utanáliggjandi •Ofnalagnir endurnýjaðar utanáliggjandi •Flestir ofnar endurnýjaðir •Allt gólfefni endurnýjað fyrir utan WC og þvottahús •Svefnherbergi tekið í gegn, tekinn niður veggur þar, múrað í sprungur og veggir heilsparslaðir •Teknir niður veggir í eldhúsi, þvottahúsi/forstofu og borðstofu en þar var áður herbergi(möguleiki á öðru svefnherbergi) •Hurðir endurnýjaðar •Loftdósir færðar til í borðstofu, tv holi og eldhúsi •Gluggar málaðir að utan •Útihurðir málaðar að utan og innan •Steypa fyrir utan hús máluð •Pallur málaður að utan •Innréttingar endurnýjaðar á WC •Nýr sturtuklefi •Ný eldavél •Eldhús, búr og hluti af holi flotað •Ný búrhurð •Búið að skipta um alla rafmagnstengla og bæta fleirum við