Strandgata 33A, Eskifjörður

Verð: 45.000.000


Tegund:
Tví/Þrí/Fjórbýli
Stærð:
408.00 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
14
Byggingarár:
1880
Svefnherbergi:
4
Fasteignamat:
39.250.000
Baðherbergi:
3
Brunabótamat:
90.850.000
Stofur:
3
Bílskúr:
Nei

Strandgata 33A, Eskifirði.ALLT HÚSIР

408 m², hæð, 16 herbergi

 

Um er að ræða þrjár íbúðir samtals 408 fm í þríbýlishúsi á Eskifirði.

Íbúð 101: Fullbúin eign á fyrstu hæð í þriggja íbúða húsi á Eskifirði. Eldhús og stofa eru í opnu rými þar er parket á gólfi og ágæt innrétting í eldhúsi. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og öll með parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt þar er innrétting, baðkar með sturtu og gert er ráð fyrir þvottavél. Góð geymsla er í kjallara ásamt smá sameign. 

Eign þessi er í útleigu og mun kaupandi yfirtaka réttindi og skyldur leigusala skv. gildandi leigusamningi. Leigusamningur fylgir sölugögnum eignarinnar og er kaupandi hvattur til að kynna sér lögbundnar skyldur og réttindi sín sem leigusala gagnvart leigutaka.

Íbúð 201: Fullbúin eign á annarri hæð. Íbúðin er annarsvegar á hæðinni og hinsvegar uppi í risi. Flísar eru á forstofu og þar er stigi upp í ris. Uppi eru fjögur svefnherbergi, öll með parket á gólfi en eitt herbergjanna er mjög lítið. Á hæðinni er eldhús og stofa í opnu rými, þar er parket á gólfi og ágæt innrétting í eldhúsi. Eitt svefnherbergi með parketi á gólfi er innaf stofu. Flísar eru á baðherbergi, þar er baðkar með sturtu í og nokkuð fín innrétting. Gert er ráð fyrir þvottavél á baðherbergi. Góð geymsla er í kjallara ásamt smá sameign.

Íbúð 202: Fullbúin eign á annarri hæð.. Íbúðin er annarsvegar á hæðinni og hinsvegar uppi í risi. Flísar eru á forstofu og þar er stigi upp í ris. Uppi eru fjögur svefnherbergi, öll með parketi á gólfi en eitt herbergjana er mjög lítið og lítur út fyrir að þar séu lagnir svo hægt sé að nýta það sem baðherbergi. Á hæðinni er eldhús og stofa í opnu rými, þar er parket á gólfi og ágæt innrétting í eldhúsi. Eitt svefnherbergi með parketi á gólfi er innaf stofu. Flísar eru á baðherbergi, þar er baðkar með sturtu í og nokkuð fín innrétting. Góð geymsla er í kjallara ásamt smá sameign. 

ÍLS mælir með fagmanni að skoða eignina og mynda lagnir.
Ekki er vitað um ástand eldhústækja.

Íbúðin er kynt með rafmagns-þilofnum en hitaveita er í boði á Eskifirði.

Kjallari hússins er í sameign en þar eru einnig geymslur í séreign íbúðanna.

Rakaskemmdir eru neðst í veggjum í kjallara.

Verð 45.000.000

 
Útkaupstaðarbraut 1 - Eskifirði – Sími 893-1319 – thordis@lindinfasteignir.is - http://www.lindinfasteignir.is