Austurvegur Garður 3 ÍBÚÐIR , Reyðarfjörður

Verð: 17.000.000


Tegund:
Tví/Þrí/Fjórbýli
Stærð:
232.80 m2
Inngangur:
Sérinngangur
Herbergi:
11
Byggingarár:
1944
Svefnherbergi:
7
Fasteignamat:
0
Baðherbergi:
3
Brunabótamat:
16.950.000
Stofur:
4
Bílskúr:
Nei

Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna: Samtals 232,8 fm þríbýlishús við Austurveg á Reyðarfirði. allat 3 íbúðirnar í húsinu seljast saman, 83,3 fm íbúð á neðri hæð, 75,1 fm og 74,4 fm íbúðir á efri hæð.

Fnr.217-7389 3ja herb., neðri hæð. Íbúð er skráð 70,2 fm og geymsla 13,1 fm, alls 83,3 fm.
NÁNARI LÝSING: Anddyri. Gangur. Baðherbergi, flísar á gólfi, baðker með sturtu, innrétting, upphengt WC. Eldhús með þokkalegri innréttingu, borðkrókur. Stofa. Tvö herbergi, skápur í öðru þeirra. Rakaskemmdir eru í N vegg í minna herberginu og í lofti og niður vegg í SV horni hins herbergisins. Aukaherbergi í SA horni hússins og sameiginlegt þvottahús þar við hliðina. Gólfefni eru harðparket og flísar. Rafmagnskynding. Steinsteypt hús samkvæmt fasteignaskrá en í raun hlaðið
Íbúðin er nánast slétt við jörð garðmegin en gengið upp 3 tröppur en nokkuð niðurgrafin götumegin (ca 50 cm.).

Fnr.217-7390 3ja herb., efri hæð. Íbúð er skráð 60,8 fm., geymslur 8,2 fm og 6,1 fm., alls 75,1 fm
NÁNARI LÝSING: Forstofa með fatahengi. Hol með plastparket á gólfi. Tvö svefnherbergi með plastparket á gólfi, lélegur skápur í öðru þeirra, rakaskemmdir eru í útvegg herbergis. Stofa með plastparket á gólfi, rakaskemmdir í horni stofu. Baðherbergi er flísalagt með sturtu. Lélegur vatnslás. Eldhús er dúklagt með innréttingu og litlum borðkrók. Í eldhúsi er hurð niður í kjallara. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús.Steinsteypt hús samkvæmt fasteignaskrá en í raun hlaðið , raki kemst á milli plötusamskeyta sem veldur rakaskemmdum í íbúð. Raki er í útveggjum. Þakjárn er lélegt/ónýtt. Eignin þarfnast viðhalds að utan sem innan.

Fnr.217-7391 3ja herb., efri hæð. Íbúð er skráð 60,8 fm., geymslur 7,5 fm. og 6,1 fm., alls 74,4 fm.
NÁNARI LÝSING: Forstofa er flísalögð. Hol er flísalagt. Tvö svefnherbergi, annað er flísalagt en hitt er með plastparket á gólfi og lélegum skáp, rakaskemmdir eru í vegg. Stofa er flísalögð. Baðherbergi er mjög lélegt, er flísalagt með sturtu, rakaskemmdir/mygla í vegg. Eldhús er flísalagt með gamalli eldhúsinnréttingu, hurð niður í kjallara. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Gluggi á baði er ónýtur. Rafmagnskynding. Gólfefni og innréttingar léleg. Á baðherbergi þarf að lagfæra m.a. lagnir og gólf. Steinsteypt hús samkvæmt fasteignaskrá en í raun hlaðið, raki kemst á milli plötusamskeyta sem veldur rakaskemmdum í íbúð. Rakaskemmdir á nokkrum stöðum á útvegg og loftaklæðningu. Þak lekur. Loftí gangi og herbergi í SV horni er orðið skemmt vegna þakleka.

Húsið þarfnast mikilla lagfæringa. Þak lekur. Bárujárn á þaki er mjög lélegt/ónýtt. Þakrennur og niðurföll vantar. Múr og steypuskemmdir (þakkantar, veggir, tröppur og vatnsbretti við glugga). Hurð á austurhlið í sameign í kjallara er ónýt. Gluggar og gler lélegt. Rakaskemmdir á nokkrum stöðum í eignum og sýnilegur myglusveppur. Útitröppu upp í íbúð í vestur enda hússins losnuðu frá húsinu þegar grafið var frá þeim vegna viðgerða á klóaki. Þær voru réttar við og undirstöður styrktar er sprunga er milli þeirra og veggs hússins. Steinsteypt hús samkvæmt fasteignaskrá en í raun hlaðið

ÍLS mælir sérstaklega með að fagmaður taki út eignirnar og lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.

Lækkað verð
Útkaupstaðarbraut 1 - Eskifirði – Sími 893-1319 – thordis@lindinfasteignir.is - http://www.lindinfasteignir.is